Á FVSA að sameinast öðru stéttarfélagi?

Í skoðanakönnuninni var kannaður hugur félagsmanna FVSA um hvort félagið ætti að skoða sameiningu við önnur stéttarfélög. Einhverjar umræður hafa verið um sameiningu verslunarfélaganna á landinu og er t.a.m. stefnt að því að Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinist VR nú um áramótin en samningaviðræður milli félaganna eru í gangi þessa dagana.

Niðurstaðan í skoðanakönnun FVSA kom á óvart en 33,4% svarenda var hlynntur sameiningu á meðan einungis 22,4% var andvígur sameiningu, 44,2% svöruðu hvorki né.  

Nú er það undir stjórn og trúnaðarráði að ákveða hvort eigi að skoða þessi mál eitthvað frekar.