Aðalfundur FVSA 2021

Formaður félagsins, Eiður Stefánsson, fór yfir ársskýrslu stjórnar.
Formaður félagsins, Eiður Stefánsson, fór yfir ársskýrslu stjórnar.

Aðalfundur FVSA 2021

Aðalfundur FVSA var haldinn í Alþýðuhúsinu mánudaginn 1. mars. sl. Vegna samkomutakmarkana var óskað eftir því að félagsmenn myndu boða komu sína fyrirfram og sátu alls 30 manns fundinn. Fundarstjóri var Halldór Óli Kjartansson. Í fyrsta sinn var fundinum einnig streymt þannig að félagsmenn sem heima sátu gátu fylgst með dagskránni og tekið þátt í umræðum og atkvæðagreiðslu.

Áhersla lögð á að ná yngra fólki í trúnaðarráð

Eiður Stefánsson, formaður FVSA, fór yfir ársskýrslu stjórnar í máli og myndum. Hermann Brynjarsson frá Enor gerði grein fyrir ársreikningum félagsins og að því loknu var stjórnarkjöri lýst. Elín Anna Guðmundsdóttir fór yfir mannabreytingar í stjórnum og ráðum og hafði á orði að lögð hefði verið áhersla á að ná yngri félagsmönnum í trúnaðarráð.

Áhrif Covid-19 víðtæk

Úr ársskýrslu mátti lesa áhrif samkomutakmarkana, sóttvarnarviðmiða og aðstæðna á vinnumarkaði á félagsmenn. Þar kom fram að alls greiddu 250 manns að meðaltali félagsgjöld af atvinnuleysisbótum og hlutabótum til félagsins og er það mikil aukning á milli ára, flestir í apríl (660) en fæstir í janúar (74). Þá fækkaði styrkbeiðnum fyrir líkamsræktarkortum umtalsvert á meðan töluverð aukning varð á styrkbeiðnum vegna sjúkraþjálfunar, sem má rekja til aukinnar greiðsluþáttöku sjúklinga í kostnaði. Í ljósi aðstæðna var tekin ákvörðun um að endurgreiða leigu á orlofshúsum og íbúðum, væri þess óskað, og námu endurgreiðslur sirka 3,8 milljónum á árinu. Þá féllu fundir og námskeið á vegum félagsins niður af sömu ástæðum.

Hægt er að nálgast ársskýrslu og reikninga félagsins inn á www.fvsa.is