Áherslur ASÍ vegna alþingiskosninga 2021

Alþýðusamband Íslands hefur gefið út áherslumál sambandsins fyrir komandi þingkosningar undir kjörorðunum „það er nóg til“. Í þeim felst ákall til frambjóðenda til Alþingis um að byggja samfélagið upp með sjálfbærni, jöfnuð og jafnrétti að leiðarljósi. 

„Hartnær 135 þúsund félagar gera Alþýðusamband Íslands að stærstu fjöldahreyfingu landsins. Stjórnmálin geta ekki litið framhjá þeim málefnum sem varða þennan hóp mestu. Æðsta vald samfélagsins, valdið til að velja hvaða einstaklingar setjast á þing, er í höndum kjósenda. Í aðdraganda kosninga verður tilvonandi fulltrúum á Alþingi að vera ljóst að vilji þjóðarinnar stendur til þess að byggja samfélagið upp með sjálfbærni, jöfnuð og jafnrétti að leiðarljósi. Kjósendur verða líka að nýta atkvæðisréttinn og kjósa með réttindum sínum. Virkt lýðræði dregur úr misskiptingu og ýtir undir jöfnuð“.

Sjá nánar inn á vef ASÍ hér.