Breyting á opnun fyrir vetrarleigu

Við vekjum athygli félagsfólks á að vegna innleiðingar á nýju orlofshúsakerfi verður breyting á opnun fyrir vetrarleigu.

Opnun fyrir vetrarleigu verður því sem hér segir: 

  • Þriðjudaginn 24. júní kl. 12:00 verður opnað fyrir leigu orlofshúsa á tímabilinu 17. september - 29. október 2025
  • 9. apríl kl. 12:00 verður opnað fyrir lausar orlofsvikur sumarið 2025 og vetrarleigu fram til 17. september 2025.
  • Opnað verður fyrir vetrarleigu 2025/2026 um leið og nýtt orlofshúsakerfi er orðið virkt. Nánari dagsetning fyrir bókanir verður auglýst sérstaklega þegar þar að kemur.

Ekki verður tekið við beiðnum um biðlista fyrir vetrarleigu sem hefst eftir 17. september. Við hvetjum félagsfólk til þess að fylgja okkur t.d. á Facebook og skoða vef félagsins til að fá fréttir af því hvenær nýja orlofshúsakerfið verður opnað.

Einnig er gott að ganga úr skugga um að netfang sé rétt skráð inni á félagavefnum, en við munum senda út tilkynningu á netföng félagsfólks um opnunina.

Leiðbeiningar um skráningu netfangs á félagavefinn má finna hér.