Félagsblaðið komið út

Félagsblað FVSA er komið út og verður borið út á öll heimili á þjónustusvæði félagsins. 

Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Kristínu Þorgilsdóttur, skrifstofustjóra og aðalbókara félagsins, sem stendur á tímamótum en hún lætur af störfum í vor eftir ríflega 17 ár hjá félaginu. Formaður félagsins, Eiður Stefánsson, sendir félagsmönnum kveðju og ávarpar komandi kjaraviðræður og mikilvægi þess að félagsmenn taki þátt í myndun kröfugerðar með því að svara skoðanakönnun sem send var út á félagsmenn. Ungt fólk var tekið tali og spurt út í starfsemi stéttarfélaga, krossgátan er á sínum stað auk yfirlits yfir orlofskosti fyrir sumarið.

Í blaðinu er einnig viðtal við Sirrý Laxdal, sem er nýkjörin trúnaðarmaður hjá Icelandair Hótel Akureyri. Sagt er frá aðalfundi félagsins sem fór fram þann 28. febrúar og útgáfuhófi í tilefni af útgáfu á sögu félagsins; Sækjum við að settu marki. Allt þetta og meira til í blaðinu, sem nálgast má rafrænt hér: 

LESA BLAÐIÐ RAFRÆNT