FVSA með fjóra fulltrúa á þingi LÍV

Þrír af fjórum fulltrúum félagsins á þinginu. Frá vinstri; Agnes Reykdal, Jón Grétar Rögnvaldsson og…
Þrír af fjórum fulltrúum félagsins á þinginu. Frá vinstri; Agnes Reykdal, Jón Grétar Rögnvaldsson og Stefán Jónsson.

Framhald 32. þings LÍV hófst í morgun á Hallormsstað

32. þingi Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var fram haldið á Hótel Hallormsstað í morgun, 24. mars 2022, en því var frestað í október sl. vegna covid-19. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis (FVSA) á fjóra fulltrúa á þinginu

Það var formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson, sem setti þingið í morgun. Að loknum hádegisverði leiddi Eiður Stefánsson, formaður FVSA, þingið inn í kjaramálaumræðu. Meðal helstu áherslna þingsins eru komandi kjaraviðræður og húsnæðismál. Þá flytur Ólafur Margeirsson, hagfræðingur, erindi um verðbólgu og verðþróun og Guðrún Johnsen, hagfræðingur, fjallar um lífeyrissjóði, fjárfestingar og ávöxtun.

Þingslit eru kl. 12:20 á morgun.