Góð mæting á félagsfund

Þriðjudaginn 9. apríl var haldin almennur félagsfundur á 2. hæð Greifans og hófst hann kl. 18:30.

Á þessum fundi var eitt mál á dagskrá, en það var kynning á nýgerðum kjarasamningi LÍV/FVSA við SA. Góð mæting var á fundinn en um 70 félagsmenn mættu til að kynna sér nýja kjarasamninginn.  

Eiður Stefánsson, formaður FVSA fór yfir kjarasamninginn og útskýrði hvaða breytingar eru í vændum. Halldór Óli Kjartansson, stjórnarmaður FVSA, fór yfir innlegg stjórnvalda við gerð kjarasamninga. Nokkrar spurningar bárust úr sal sem Eiður og Halldór svöruðu eftir bestu getu.