Hefur þú efni á að eignast barn?

Stjórn ASÍ-UNG stendur fyrir OPNUM rafrænum viðburði
fimmtudaginn 11.febrúar klukkan 14:00.

Rætt verður um þann kostnað sem fylgir barneignum, hvernig núverandi kerfi er að virka og hvað má betur fara. Hlýtt verður á erindi fagaðila og annarra áður en opnað verður á spurningar.

Gundega Jaunlinina, formaður ASÍ-UNG.
- Fer yfir tölur frá Fæðingarorlofssjóði.

Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
- Árangursrík lagasetning.

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.
- Af hverju á fjölskyldan að ráða skiptingunni?

Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur Barnaheilla.
- Hugleiðingar frá Barnaheillum um ný lög um fæðingarorlof.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta. Í viðhengi eru auglýsingar bæði á íslensku og ensku fyrir þá sem vilja dreifa meðal sinna félagsmanna.

Hlekkur á Zoom: https://bit.ly/3aIPI1E
Hlekkur á FB viðburð: https://www.facebook.com/events/263427545302560