Láttu það ganga

Er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Bændasamtaka Íslands ásamt fleiri samtökum fyrirtækja.  Félagsmenn innan ASÍ styðja við þessa hugsun að íslendingar haldi áfram að versla innanlands til að halda hagkerfinu gangandi undir þessum orðum. 

„Við tilheyrum öll hringrás sem knýr hagkerfið okkar. Þegar við veljum innlenda þjónustu, kaupum innlenda vöru og skiptum við innlend fyrirtæki höfum við keðjuverkandi áhrif. Við höldum atvinnustarfsemi gangandi, verndum störf og sköpum ný, aukum verðmætasköpun og stuðlum að efnahagslegum stöðugleika. Þannig látum við þetta allt saman ganga“

En Halldór Benjamín Þorbergsson hitti naglann á höfuðið í Silfrinu þegar hann sagði að „Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð“ Þetta á við okkar félagsmenn líka, við getum ekki látið það ganga ef engar krónur eru til.

Með kveðju
Eiður Stefánsson
formaður