Leikhúsboð

Í tilefni af 90 ára afmælisári félagsins, hefur verið ákveðið að bjóða félagsmönnum að sjá sýninguna Djáknann á Myrká sem sýnd er í Samkomuhúsinu þann 23. febrúar kl 17.00.

Takmarkaður miðafjöldi er í boði og þurfa félagsmenn að skrá sig í síma 455-1050 eða á tölvupóstfang fvsa@fvsa.is í síðasta lagi 20. febrúar.
Hámark 2 miðar á félagsmann.

Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð er hryllilegt gamanverk byggt á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar.