Mikið hlegið að Melum

Flottur leikhópur sem kitlaði hláturtaugarnar
Flottur leikhópur sem kitlaði hláturtaugarnar

Síðastliðinn laugardag bauð FVSA lífeyrisþegum félagsins í leikhús að Melum í Hörgárdal. Það var eftirvænting meðal gesta sem komu saman í blíðskaparveðri við Alþýðuhúsið þar sem safnast var saman í rútur. Ferðinni var fyrst heitið að Þelamörk í kaffisamsæti og þaðan lá leiðin að Melum, þar sem Leikfélag Hörgdæla sýnir farsann Stelpuhelgi. 

Fyrstu hughrif voru að vel væri lagt í leikmynd og umgjörð sýningarinnar. Leikritið sjálft sveik ekki, en fyrir hlé byggðist upp spenna sem eftir hlé breyttist í hlátrasköll og hasar á sviðinu. Það voru því glaðir leikhúsgestir sem gengu út í sólina í fallegum Hörgárdalnum að sýningu lokinni. 

Félagið þakkar leikhúsgestum fyrir samveruna og leikfélaginu fyrir ljómandi gott kaffi og frábæra skemmtun.