Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) býður félagsfólki á námskeið með Gylfa Dalmann til undirbúnings fyrir launaviðtal miðvikudaginn 22. október kl. 19:30-21:30 í sal Lions á fjórðu hæð í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14. Námskeiðið er félagsfólki að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig, um takmarkað sætaframboð er að ræða.
SKRÁNING FER FRAM RAFRÆNT HÉR
Að semja um launin
Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig starfsfólk getur undirbúið sig fyrir launaviðtalið:
- Farið verður yfir þá þætti sem ákvarða virði starfsmanna.
- Rætt verður um starfsþróun, atvinnuhæfni og starfsþróunaráætlanir.
- Þátttakendur leggja mat á eigið vinnuframlag, meta styrkleika og veikleika sína og koma auga á þau tækifæri sem eru til staðar til að bæta starfskjör sín.
- Þátttakendur rýna í þekkingu, færni, hæfni, reynslu, árangur og frammistöðu í starfi.
- Fjallað um þætti sem snúa að undirbúningi launaviðtalsins og sagt frá helstu aðferðum í samningatækni sem nýtast í launaviðtalinu.
- Einnig verður farið yfir launakannanir/rannsóknnir og hvernig slík gögn getur nýst við undirbúning launaviðtalsins.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, er prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hans sérsvið er mannauðsstjórnun, vinnumarkaðsfræði og samskipti á vinnumarkaði.