Allt um nýja kjarasamninga 2022

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) mánudaginn 12. desember 2022 og undir samsvarandi samning við Félag atvinnurekanda (FA) þriðjudaginn 13. desember. 

Nýundirrituðum samningum er ætlað að styðja við kaupmátt launa, veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika og skapa forsendur fyrir langtímasamningi.

Samningarnir fela í sér launahækkun upp á 6,75% frá 1. nóvember þó að hámarki 66.000 kr. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu á næsta ári er flýtt og er hluti af þessari launahækkun.

PDF af kjarasamningi FVSA/LÍV og SA

PDF af kjarasamningi FVSA/LÍV og FA

PDF af sérkjarasamningi FVSA við SA um bensínafgreiðslufólk

Gildistími

Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Launaliður

Launahækkun samningsins er í formi hlutfallshækkunar og hámarks krónutöluhækkunar. 

Þann 1. nóvember 2022 taka mánaðarlaun almennri hækkun um 6,75% þó að hámarki kr. 66.000.

Launatöflur

Launataxtar hækka frá 36.015 kr. til 52.139 kr. og gilda frá 1. nóvember 2022. Hækkun launataxta samkvæmt samning við SA eftir starfsheitum: 

Ný launatafla FVSA/LÍV og SA

Ný launatafla FVSA/LÍV og FA 

Uppbætur 

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:

Á árinu 2023 103.000,- kr.

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:

Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 56.000,- kr.

Félagið hvetur félagsmenn til þess að greiða atkvæði um kjarasamninginn. Kosning hefst á hádegi 14. desember kl. 12.00 og lýkur 21. desember kl. 12:00. 

FARA Á KOSNINGAVEF