Nýr kjarasamningur samþykktur

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna FVSA í kosningu fyrir nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir.  Á kjörskrá um samning LÍV/FVSA og SA voru 1.964 og greiddu 381 atkvæði, eða 19.40% félagsmanna.

Atkvæðin féllu þannig að 344 sögðu já, eða 90,29%, nei sögðu 30 eða 7,87%. Auð atkvæði voru 7 eða 1,84%.

Á kjörskrá um samning LÍV/FVSA og FA voru 33 og greiddu 11 atkvæði, eða 33.33% félagsmanna. Atkvæðin féllu þannig að 33 sögðu já, eða 100%.

Kosningin var rafræn og stóð hún yfir frá kl. 9:00 fimmtudaginn 11. apríl til hádegis mánudaginn 15. apríl.