Nýtt orlofshús á Húsafelli opnað

Húsið er allt hið glæsilegasta, klætt lerki og umvafið gróinni hraunbreiðu.
Húsið er allt hið glæsilegasta, klætt lerki og umvafið gróinni hraunbreiðu.

Nýtt orlofshús félagsins á Húsafelli verður tekið í gagnið í dag þegar fyrstu leigjendur hefja dvöl sína. Orlofshúsið er í nýju hverfi, kenndu við hraun, og ber nafnið Gráhraun 3.

Um er að ræða nýbyggt vistvænt sumarhús, 88fm að stærð auk 20fm gestahúss, með frábæru útsýni. Gistirými er fyrir átta manns, en húsinu fylgir heitur pottur, rúmgóð verönd með grillhúsi og rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Gæludýr eru velkomin í Gráhraun.  

Byggðin er við Húsafellsskóg og er tengd við núverandi Húsafellsbyggð með stígum þar sem sækja má tilheyrandi þjónustu og afþreyingu. Meðal þess sem er í boði á svæðinu eru fjöldi göngu- og hjólaleiða, tjaldsvæði, hótel, náttúrulaugar (Giljaböðin og Krauma), ís- og hraunhellaferðir, golfvöllur, hestaferðir og sundlaug.

Við óskum félagsmönnum til hamingju með þetta glæsilega hús og vonum að öll njóti góðrar dvalar í Húsafelli!

Nánari upplýsingar um Gráhraun má nálgast hér.