Ágætu félagsmenn,
Viðhaldi í Skógarseli, Vaglaskógi, lýkur nú í vikunni, töluvert á undan áætlun. Því verður opnað fyrir bókanir í október á miðvikudaginn 1. október kl. 12:00. Gildir þá fyrstur bókar fyrstur fær.
Húsið hefur nú verið heilmálað að innan, garður lagaður og leikvöllur, þá voru settar upp nýjar gardínubrautir í setustofu og annað smálegt gert. Fyrr í vor var skipt um sófa í setustofunni og húsið nú klárt fyrir veturinn.