Orlofsuppbót og launabreyting 1. maí

Þann 1. maí 2018 hækka laun og launatengdir liðir um 3,0%. Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum þann 1. júní næstkomandi. 

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 171,15 unnar stundir á mánuði (39,5 stundir á viku), skulu vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð hafa starfað a.m.k. sex mánuði hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) kr. 300.000 á mánuði, þann 1. maí 2018

Nánar hér 

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er  

  • Kr. 48.000 fyrir árið 2018

Orlofsuppbót er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamnings. Skattar og skyldur, félagsgjöld og lífeyrissjóður greiðast af orlofsuppbót. Orlof greiðist ekki ofan á orlofsuppbótina. 

Nánar hér