Starfslok - næstu skref

Við bjóðum félagsmönnum sem nálgast starfslok að sækja námskeið á vegum félagsins og SÍMEY þar sem farið verður yfir gagnlegar upplýsingar varðandi starfslok með tilliti til lífeyrisréttinda, réttinda hjá félaginu, almannatryggingasjóðs ofl. Einnig verður kynning á vegum SÍMEY, Félags eldri borgara og annað sem tengist heilsueflingu og afþreyingu.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði SÍMEY að Þórsstíg 4 þriðjudaginn 25. maí kl. 17:00-20:00 og fimtudaginn 27. maí kl. 17:30-20:30.

Skráning fer fram HÉR

Dagskrá:

Þriðjudagur 25. maí
17:00 Þín réttindi við starfslok Fulltrúi frá FVSA
17:30 Almannatryggingar og lífeyrismál Fulltrúi frá Sýslumanni
18:30 Hressing  
18:45 Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna Eyrún Kristína Gunnarsdóttir

 

Fimmtudagur 27. maí
17:30 Lífeyrissjóðsmál - Stapi og Lífeyrissjóður Verslunarmanna Jóna Finndís Jónsdóttir frá Stapa og Margrét Kristinsdóttir og Jóney Hrönn Gylfadóttir frá LV
18:30 Félag Eldriborgara - EBAK Fulltrúi frá félaginu
19:00 Hressing  
19:10 Akureyrarbær, félagsstarf eldriborgara Fulltrúi frá Akureyrarbæ
19:40 Heilsueflandi fyrirlestur Sonja Sif Jóhannsdóttir
20:10 SÍMEY, hver erum við - hvað gerum  Fulltrúi frá SÍMEY
20:20 Samantekt