Starfslokanámskeið fyrir félagsmenn FVSA

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni býður félagsmönnum sínum sem farnir eru að nálgast eftirlaunaaldurinn upp á starfslokanámskeið í SÍMEY dagana 12. og 14. október nk.  Í boði eru 50 sæti og hvetjum við félagsmenn okkar að skrá sig sem allra fyrst á heimasíðu Símey www.simey.is eða í síma 460-5720.  Fyrstur kemur fyrstur fær.

Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er ætlað þeim sem nálgast eftirlaunaaldur með það að markmiði að fræða viðkomandi um rétt sinn og leiðbeina við starfslok. Námskeiðið fer fram í húsnæði SÍMEY á Akureyri, Þórsstíg 4, og hefst kl. 17:00 báða dagana.

Dagskrá eftirfarandi:

Mánudagur 12. október

17:00-17:30 Námskeið sett, félagið okkar við starfslok - fulltrúi frá FVSA.

17:30-18:30 Hópnum skipt:

Stapi – lífeyrissjóður - Jóna Finndís Jónsdóttir frá Stapa

Fulltrúi frá Lífeyrissjóði verslunarmanna – Margrét Kristinsdóttir deildarstjóri lífeyrisdeildar LV og Jóna Hrönn Gylfadóttir frá LV

18:30-18:45 Hressing

18:45-20.00 Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna - Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur

Miðvikudagur 14. október.

17:00-17:40 Almannatryggingar og lífeyrismál - Arnfríður Jónasdóttir frá Sjúkratryggingum og TR

17:40-18:10 EBAK, Félag eldri borgara Akureyri – Fulltrúi EBAK

18:10-18:25 Hressing

18:25-18:55 Akureyrarbær, félagsstarf eldri borgara – Fulltrúi frá Akureyrarbæ

18.55-19:45 Heilsueflandi fyrirlestur - Sonja Sif Jóhannsdóttir kennari við MA

19:45-20.00 SÍMEY hver erum við - hvað gerum við?  - Starfsmaður frá SÍMEY

20:00-20:15 Samantekt og lok

Með kveðju

Eiður Stefánsson formaður FVSA.