Umsóknarfrestur um orlofshús

Skógarsel í Vaglaskógi
Skógarsel í Vaglaskógi

Umsóknarfrestur um orlofshús er til 25. mars 2021

Við minnum á að umsóknarfrestur um orlofshús, útilegukort og viku að eigin vali fyrir sumarleigu 2021 er til 25. mars. Sótt er um á félagavefnum. Sumarleiga orlofshúsa er frá 2. júní til 20. ágúst 2021 en umsækjendur fá svar með tölvupósti um úthlutunina um mánaðamót mars/apríl.

  • Þeir sem fá úthlutað þurfa að greiða í síðasta lagi 12. apríl 2021.

  • Opnað verður fyrir lausar orlofsvikur sumarið 2021 og vetrarleigu 2021 til maí loka 2022 á félagavef þann 14. apríl kl. 12:00.

  • Vakin er athygli á því að helgarleiga í Skógarseli er nú frá fimmtudegi til sunnudags.

Orlofspunktar

Orlofspunktar eru eingöngu notaðir við að forgangsraða umsóknum við sumarúthlutun. Félagsmenn ávinna sér einn punkt á mánuði.

  • Dæmi: Ef fleiri en einn félagsmaður sækir um sömu vikuna, fær sá félagsmaður úthlutað sem er með flesta punkta.  

  • Þeir félagsmenn sem eru með mínus punkta geta fengið úthlutað ef enginn annar sækir um. 

Punktastaða félagsmanna FVSA þann 4. mars 2021:

Fjöldi punkta Hlutfall félagsmanna
0-49 43%
50-99 22%
100-149 12%
150-199 9%
200 + 14%
   

Við hvetjum félagsmenn til þess að hafa samband ef þeir hafa einhverjar spurningar.