Við vinnum - opinn vinnufundur

Vinnufundur um atvinnu- og kjaramál

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni býður til vinnufundar um atvinnu- og kjaramál miðvikudaginn 14. september kl. 18.30 í Lionssalnum, fjórðu hæð, Skipagötu 14, Akureyri.

Umfjöllunarefni fundarins:

  • Lífeyrismál
  • Húsnæðismál og velferð
  • Efnahagur, kjör og skattar
  • Framtíð vinnumarkaðarins
  • Jafnrétti og menntun
  • Kjaramál og vinnumarkaður

Taktu þátt!

Vinnufundurinn er opinn öllum félagsmönnum og hvetjum við ykkur til þess að mæta og taka þátt í að móta stefnu félagsins í þeim málum sem framundan eru hjá heildarsamtökum launafólks.

Félagsmenn þurfa að skrá sig til þátttöku á fundinn fyrir 12. september. Skráning fer fram í gegnum formið hérí síma 455-1050 eða með því að senda tölvupóst á fvsa@fvsa.is

Dagskrá fundarins:

  • Kynning á fyrirkomulagi
  • Skipting í hópa
  • Hópavinna
  • Léttur kvöldverður
  • Áframhaldandi hópavinna
  • Kynning á niðurstöðum

Með von um góða þátttöku
Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni