Vinningshafar krossgátunnar 2022

Alls sendu 169 glöggir lesendur inn lausn við krossgátunni sem birtist í blaði FVSA í byrjun mars. Höfundur krossgátunnar er Bragi V. Bergmann og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og hljóta Hreinn Pálsson og Þórir Steindórsson helgardvöl í orlofshúsi- eða íbúð FVSA í vetrarleigu í verðlaun.


Lausnin við krossgátunni er: 

Sækjum við að settu marki

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og óskum vinningshöfum til hamingju.