Launagreiðendur athugið!

Hér geta launagreiðendur nálgast helstu upplýsingar um innsendingu skilagreina og greiðslur gjalda auk annarra hagnýtra upplýsinga.

Félagsnúmer FVSA er 526 

Í flestum bókhaldskerfum er hægt að uppfæra eða hlaða inn innheimtuaðilum.
Slóðin https://mitt.fvsa.is/WebService/Premium/SendPaymentInfo til að setja/nota í bókhaldskerfi ef ekki er hægt að hlaða tengingu inn af www.skilagrein.is  (FVSA er nr. 526) 

Ef í bókhaldskerfinu er krafist notandanafns og lykilorðs er hvorutveggja kennitala launagreiðanda (fyrirtækisins).
Æskilegt form skilagreina er á .txt formi (eða svokallaðar sal skrár) sem einnig er hægt er að senda á bokhald@fvsa.is sé ekki unnt að senda þær gegnum bókhalskerfið/bókhaldsgáttina 

Ef ekki er unnt að skila skilagrein í "gegnum" bókhaldskerfi,  þá er skilagrein skráð á eftirfarandi vefslóð: Skrá skilagrein

Hægt er að senda fyrirspurnir á bokhald@fvsa.is eða í síma 455-1050.

Félagsgjald 1 % af öllum launum greiðist af starfsmanni

Sjúkrasjóðsgjald 1% af öllum launum greiðist af launagreiðanda

Orlofsheimilasjóðsgjald 0,25 % af öllum launum greiðist af launagreiðanda

Starfsmenntasjóðsgjald (endurmenntunarsjóðsgjald)  0,30 % af öllum launum greiðist af launagreiðanda

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
Skipagötu 14, 3 hæð
600 Akureyri
Sími: 455-1050
Kennitala: 540169-1609
Reikningur félagsins fyrir iðgjöld er 565 - 26 - 5640.
bokhald@fvsa.is

Innheimtuferill

Gjalddagi iðjalda er 10. dagur næsta mánaðar og eindagi er 20 dögum síðar. Berist greiðsla ekki fyrir eindaga, verða innheimtir vanskilavextir frá gjalddaga.

Kröfur vegna allra skilagreina verða skráðar í heimabanka, sé það mögulegt.

Kröfur sem eru ekki greiddar fyrir eindaga munu strax færast í innheimtu til Motus og mun þá bætast við innheimtukostnaður í samræmi við upphæð skuldarinnar.

Útfyllingarblað: Staðfesting atvinnurekanda á nýtingu veikindaréttar