Nýr félagsmaður

Við bjóðum nýja félagsmenn velkomna til okkar, hvort sem þú ert ný/r á vinnumarkaði, að skipta um vinnu eða hefur áhuga á að skipta um stéttarfélag. Félagsmenn okkar sinna fjölbreyttum störfum í samfélaginu og við stöndum stolt vörð um þeirra rétt. Hér fyrir neðan eru gagnlegar upplýsingar um val á stéttarfélagi og hlutverk okkar.

Við tökum vel á móti þér og hvetjum þig til þess að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Skrifstofan okkar er opin mánudaga - fimmtudaga frá 08:00-16:00 og föstudaga 08:00-13:00. Þú getur einnig sent okkur línu á fvsa@fvsa.is eða hringt í síma 455-1050.

Til hvers borga ég í stéttarfélag?

Hlutverk stéttarfélagsins er að standa vörð um þinn rétt sem launþegi. Þú getur leitað til félagsins ef þú telur að á þér sé brotið við störf, hvort sem það snýr að vinnutíma, aðbúnaði, aðstöðu eða launum. 

Hvernig veit ég hvaða stéttarfélag ég á að greiða í?

Valið byggir gjarnan á starfsgrein og/eða menntun og þú greiðir í það félag sem semur um launin þín samkvæmt starfslýsingu. Félagsmenn okkar sinna t.d. störfum í verslunum, skrifstofum, ferðaþjónustu, bakaríum og víðar innan þjónustusvæðis félagsins. Ef þú ert í vafa er þér velkomið að senda okkur línu á fvsa@fvsa.is  

Hvernig veit ég í hvaða stéttarfélag ég er að greiða núna?

Á launaseðlinum þínum kemur fram í hvaða stéttarfélag þú greiðir.  

Fyrstu skref á vinnumarkaði

Ef þú ert að stíga þín fyrstu skref á vinnumarkaði hvetjum við þig til þess að kynna þér vel hlutverk stéttarfélaga og trúnaðarmanna á vinnustað. Við erum búin að taka saman nokkur gagnleg ráð fyrir ungt fólk á vinnumarkaði hér

Ég var að skipta um vinnu, á ég líka að skipta um stéttarfélag?

Ef þú ert að skipta um starfsvettvang er gott að spyrja launafulltrúa eða trúnaðarmann á hinum nýja vinnustað í hvaða stéttarfélag samstarfsfólk þitt er og kanna hvort að þú eigir heima í sama félagi.

Ef þú ert að flytja milli landshluta en heldur þig innan sömu starfsgreinar er gott að kanna hvort að það sé stéttarfélag á nýja staðnum sem beitir sér fyrir þínum rétt.  

Hvernig skipti ég um stéttarfélag?

Til að skipta um stéttarfélag þarft þú að óska eftir því við launafulltrúa á þínum vinnustað og tilgreina í hvaða félag þú vilt greiða. Einnig er hægt að senda inntökubeiðni til félagsins hér

Hlunnindi og styrkir til félagsmanna

Félagsmenn geta sótt um styrki úr sjúkra- og starfsmenntasjóð félagsins. Að auki hafa þeir aðgang að orlofshúsum og íbúðum félagsins allt árið um kring.