Veikindi barna

Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi eða eftirvinnuálagi (40%) þar sem það á við. 

Sama á við um börn undir 16 ára aldri þegar veikindi eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahúsvistar í amk 1 dag.

Það er sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er fram­færandi barns og komi þá í stað foreldris

Dagpeningar vegna veikinda barna
 

Ef barnið á lengur í veikindum en réttur launþegans er skv. kjarasamningi, þannig að tekjutap hljótist af, geta félagsmenn FVSA sótt um bætur úr sjúkrasjóði félagsins vegna barna sinna, og fá greidda dagpeninga í 90 daga (3 mánuði) á hverju 12 mánaða tímabili. Upphæðin nemur 80% af meðallaunum síðustu sex mánuði.