Vinnutími barna & unglinga

Á vef VInnueftirlitsins er ábyrgð vinnuveitenda gagnvart börnum og unglingum skilgreind:

Atvinnurekendur bera ábyrgð á að skapa ungmennum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og gæta þess að verkefnin sem þeim eru látin í té hæfi aldri þeirra og þroska.
Almennt er miðað við að ungmenni megi ekki vinna störf sem eru þeim líkamlega og andlega ofviða eða þar sem hætta er á að vinnan geti valdið þeim heilsutjóni. Ungmennin þurfa einnig sjálf að öðlast þekkingu á áhættuþáttum í vinnuumhverfi sem geta ógnað öryggi þeirra og heilsu og því þarf að veita þeim viðeigandi stuðning og fræðslu.

 Eftirfarandi ákvæði eiga við um vinnutíma barna og unglinga:

 

Börn 13 - 14 ára 

Börn 15 ára í skyldunámi

Unglingar 15-17 ára

Á starfstíma skóla 

2 klst. á dag. 
12 klst. á viku

2 klst. á dag 
12 klst. á viku

8 klst. á dag 
40 klst. á viku 

Utan starfstíma skóla 

7 klst. á dag 
35 klst. á viku

8 klst. á dag
40 klst. á viku

8 klst. á dag
40 klst. á viku

Vinna bönnuð

Frá kl. 20:00 - 06:00

Frá kl. 20:00 - 06:00 

Frá kl. 22:00 - 06:00

Hvíld

14 klst. á sólahring
2 dagar á viku

14 klst. á sólahring
2 dagar á viku

12 klst á sólahring
2 dagar á viku 

 
Inn á vef Vinnueftirlitsins má finna nánari upplýsingar um vinnutíma barna og unglinga, skilgreiningu á störfum við hæfi og hættulegum störfum, verkstjórn og ábyrgð: