Sjúkrasjóður FVSA keypti nýja íbúð að Mánatúni 13 íbúð 309 sem leigð er félagsmönnum sem þurfa að leita lækninga í Reykjavík.
Hægt er að bóka íbúðina með því að hringja á skrifstofuna í síma 455-1050 eða senda póst á fvsa@fvsa.is
Lýsing:
Þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsinu Mánatúni 13, 105 Reykjavík. Íbúðin er í lyftuhúsi með aðgangi að bílageymslu. Í íbúðinni er gott aðgengi fyrir hjólstóla bæði á snyrtingu og í svefnherbergjum. Íbúðin er mjög miðsvæðis og stutt er í alla helstu þjónustu eins og verslun, lyfjabúð og fl. Nettenging er í íbúðinni.
Reyklaus íbúð.
Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr.
Skiptidagar:
Ekki eru sérstakir skiptidagar. Íbúðin er leigð eftir samkomulagi og þörfum hvers og eins.
Lyklar: Afhendast á skrifstofu FVSA.
Helstu upplýsingar um íbúðina.
Það sem fólk þarf sérstaklega að taka með sér er:
Handklæði
Ekki þarf að þrífa íbúð eftir leigutímabil aðeins að ganga þarf frá öllu á sinn stað og muna að taka úr uppþvottavél, einnig þarf að muna að fara út með rusl en ruslageymsla er staðsett við hlið inngangs í Mánatún 13.
Umsjón með íbúðinni hefur FVSA sími 455 1050. Í neyðartilfellum er hægt að hafa samband við starfsfólk FVSA sjá upplýsingar hér.