Sjúkraíbúð

Sjúkrasjóður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni á og rekur íbúð 309 í Mánatúni 13. Íbúðin er leigð félagsfólki sem þarf að sækja læknisþjónustu í Reykjavík.

Um er að ræða þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsinu Mánatúni 13, 105 Reykjavík. Íbúðin er í lyftuhúsi með bílastæði í bílakjallara. Í íbúðinni er gott aðgengi fyrir hjólstóla bæði á snyrtingu og í svefnherbergjum. Íbúðin er miðsvæðis, stutt er í alla helstu þjónustu eins og verslun, apótek o.fl.

Hægt er að bóka íbúðina með því að hringja á skrifstofuna í síma 455-1050 eða senda tölvupóst á fvsa@fvsa.is 

Praktísk atriði

Skilyrði fyrir leigu

Óskað er eftir staðfestingu á læknisheimsókn við skil á lyklum

Helstu upplýsingar um íbúðina

Lyklar: Afhendast á skrifstofu FVSA.

  • Íbúðin er 125 fm
  • Svefnpláss fyrir 5 manns, sængur og koddar fyrir 6 manns
  • Rúmföt og lök fylgja sjúkraíbúðinni, en leigjandi þarf að taka með sér handklæði
  • Eitt svefnherbergi með 180*200 cm rúmi  
  • Koja þar sem neðri dýna er 140*200 og efri 90*200
  • Barnarúm, barnasæng og -koddi og barnastóll
  • Sjónvarp, útvarp og myndlykill frá Símanum með grunnáskrift
  • Þvottavél, þurrkari og uppþvottavél
  • Hjálparhandföng til þess að setja á veggi við klósett og í sturtu eru í skúffu inni á baðherbergi
  • Rafmagns hægindastóll sem bæði er hægt að halla vel aftur og aðstoðar fólk við að standa upp er í stofu

Það sem fólk þarf sérstaklega að taka með sér:
Handklæði

Reglur um umgengni

  • Íbúðin er reyklaus
  • Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í íbúðinni
  • Leigjandi þarf ekki að ryksuga, skúra eða þrífa baðherbergi en þurrka þarf af öllum borðum, stólum, bekkjum og öðrum yfirborðum og ganga frá öllu á sinn stað. Einnig þarf að muna að fara út með rusl en ruslageymsla er staðsett við hlið inngangs í Mánatún 13.
  • Taka þarf rúmfatnað og lök af rúmum og setja í körfu inni í þvottahúsi.

Skiptidagar

Íbúðin er leigð eftir samkomulagi og þörfum hvers og eins. Leigjendur sem fara inn á föstudegi eru þó bundnir því að leigja íbúðina fram á sunnudag.

Dvöl í sjúkraíbúð fyrir félagsfólk sem greinist með krabbamein

Félagsmaður (maki eða börn hans upp að 18 ár aldri) sem greinist með krabbamein og þarf að sækja meðferð til Reykjavíkur getur dvalið í sjúkraíbúð félagsins í allt að tvær vikur sér að kostnaðarlausu

Umsjón með íbúðinni hefur FVSA sími 455 1050. Í neyðartilfellum er hægt að hafa samband við starfsfólk FVSA sjá upplýsingar hér

Sjá myndir úr íbúð