Stytting vinnuvikunnar

Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna FVSA/LÍV, 9 mínútur á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Þessar 9 mínútur jafngilda 45 mínútum á viku eða 3. klst og 15 mínútum á mánuði, án skerðingar launa. Markmiðið er að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni.

Framkvæmd styttingarinnar er samkomulag félagsmanna og atvinnurekenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Atvinnurekendur og starfsfólk skulu hafa komist að samkomulagi um hvernig styttingunni verður háttað ekki síðar en þann 1. desember.

Ef starfsfólk og atvinnurekendur komast ekki að samkomulagi um útfærslu styttingarinnar verður hver vinnudagur sjálfkrafa 9 mínútum styttri frá og með 1. janúar.

Lykildagsetningar:
1. desember 2019: Aðilar skulu hafa komist að samkomulagi um útfærslu styttingarinnar.
1. janúar 2020: Stytting tekur gildi.

Tillögur af styttingu

Framkvæmd

Vinnutímastytting tekur gildi 1. janúar 2020. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:

a) Hver dagur styttist um 9 mínútur, starfsmaður styttir vinnudaginn 9 mínútur á hverjum degi og fer fyrr heim sem því nemur, á óbreyttum kjörum.
b) Hver vika styttist um 45 mínútur eða styttingunni safnað upp með öðrum hætti, til dæmis á 2ja vikna fresti eða mánaðarlega.
c) Safnað upp innan ársins, um það bil fjórir og hálfur dagur, 
d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti, á óbreyttum kjörum/launum.

Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019.
Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf.

FVSA gerir samninga bæði við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) og er sama breyting á vinnutíma félagsmanna FVSA hvort sem farið sé eftir kjarasamningi FVSA og SA eða kjarasamningi FVSA og FA.

Skrifstofufólk:

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag

skrifstofa_9min

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Óbreytt viðvera nema einn dag í viku

skrifstofa_9min_2

Afgreiðslufólk:

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Óbreytt viðvera nema einn dag í viku

Stytting vinnuvikunnar með niðurfellingu kaffitíma

Möguleiki er einnig fyrir hendi að stytta vinnuvikuna enn frekar með því að fella niður kaffitíma. Slíkt þarf alltaf að gera í fullu samráði við atvinnurekendur.

Kaffitímar hjá afgreiðslufólki eru 35 mín. á dag og hjá skrifstofufólki 15 mín. á dag.

Skrifstofufólk

Ef kaffitímar eru felldir niður að fullu er hægt að stytta vinnuvikuna hjá skrifstofufólki:

  • um 2 klst á viku 
  • eða 8,67 tíma á mánuði (8 klst. og 40 mínútur)
  • eða 94,8 tíma á ári (94 klst. og 48 mínútur)
  • eða 13,35 daga á ári.

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Óbreytt viðvera nema einn dag í viku án kaffitíma

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag án kaffitíma 


Afgreiðslufólk

Ef kaffitímar eru felldir niður að fullu er hægt að stytta vinnuvikuna hjá afgreiðslufólki:

  • Um 3 klst. og 40 mínútur á viku (0,73 ef reiknað í hundraðshlutum)
  • eða 15,50 klst á mánuði, (15,82 ef reiknað í hundraðshlutum)
  • eða 173,01 tíma á ári eða 24 dagar á ári.

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag án kaffitíma

Ef kaffitími hjá afgreiðslufólki væri styttur úr 35 mín. í 20 mín. gæti styttingin verið:

  • 2 klst. á viku
  • eða 8,67 tímar á mánuði, (8 klst. og 40 mínútur)
  • eða 94,8 tímar á ári (94 klst. og 48 mínútur)
  • eða 13,22 dagar á ári

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag, kaffitími 20 mínútur

Spurt og svarað

Ertu með ótal spurningar varðandi styttinguna en veist ekki hvar þú átt að byrja?

Hér getur þú fundið ýmsar spurningar sem kjaramálasvið VR hefur safnað saman frá félagsmönnum og fyrirtækjum.

Ef þú hefur spurningar en finnur ekki svörin hér getur þú sent okkur spurningar á netfangið fvsa@fvsa.is

Verkfærakista

Vantar þig nánari upplýsingar og aðstoð við að miðla efninu?

Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar og hjálpargögn til þess að gera styttinguna auðveldari í framkvæmd á þínum vinnustað. 

Á þessari síðu hjá VR finnur þú margt sniðugt:

Reiknivél: Hér er hægt að slá inn starfshlutfall og sjá hver vinnutímastyttingin verður miðað við starfshlutfallið.

Drög að samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar: Tvær tillögur að því hvernig samkomulag um styttingu vinnuvikunnar gæti litið út. 

Deilitölur fyrir tímakaup

Til að finna út tímakaup í dagvinnu eru notaðar svokallaðar deilitölur sem segja til um fjölda vinnutíma miðað við 100% starf með neysluhléum. Hér má sjá deilitölur tímakaups fyrir og eftir styttingu vinnuvikunnar. 

 Afgreiðslufólk

Deilitala til að finna tímakaup í dagvinnu breytist hjá afgreiðslufólki úr því að hafa verið 170 í 167,94 þegar neysluhlé eru tekin.
100% vinnutími var:     100% vinnutími verður:  
Á mánuði:  171,15 171:09:00 167,94 167:56:00
Á viku: 39,5 39:30:00 38,75 38:45:00
Á dag: 7,9 7:54 7,75 7:45

 

Skrifstofufólk og sölumenn

Deilitala til að finna tímakaup í dagvinnu breytist hjá skrifstofufólki úr því að hafa verið 160 í 159,27 þegar neysluhlé eru tekin.
100% vinnutími var:     100% vinnutími verður:  
Á mánuði: 162,5 162:30:00 159,27 159:17:00
Á viku: 37,5 37:30:00 36,75 36:45:00
Á dag: 7,5 7:30 7,35 7:21