Styrkir

Grundvöllur styrkveitinga úr sjúkrasjóði FVSA

A. Til þess að geta sótt um styrk úr sjóðnum þarf félagsgjald að hafa borist a.m.k. í 6 mánuði og að lágmarki 8.400 kr.

B. Undanþága frá A lið. Félagsmenn sem eru í fullu námi geta sótt um styrk, þá þarf félagsgjald að hafa borist vegna þriggja mánaða af síðustu tólf mánuðum, þar af a.m.k. vegna eins mánaðar af síðustu sex mánuðum. Þó þarf greiðsla að vera að lágmarki samtals 8.400 kr.

Öll réttindi falla niður ef félagsgjöld hafa ekki borist vegna síðustu 6 mánaða.

Hámarks styrkur til félagsmanna er samtals 120.000 kr. samkvæmt þrepi 1 og 40.000 kr. samkvæmt þrepi 2 á hverju almanaksári.

  • Á þrepi eitt eru þeir félagsmenn sem hafa meðallaun sem eru jafnhá eða hærri en byrjunarlaun afgreiðslufólks í 100% starfi yfir 12 mánaða tímabil.

  • Á þrepi tvö eru þeir félagsmenn sem greitt hafa að lágmarki 8.400 kr. upp að lágmarki réttinda á þrepi 1 á síðastliðnum 12 mánuðum.

Styrkir eru greiddir einu sinni í mánuði (fyrsta virka dag hvers mánaðar)

Reikningar þurfa að berast í síðasta lagi 27. hvers mánaðar.

Upphæðir styrkja

Hámark heildarupphæðar styrkja á hverju almanaksári

Þrep 1: 120.000 kr. á ári
Þrep 2: 40.000 kr. á ári  

Sjúkraþjálfun og/eða sjúkranudd 

Styrkur vegna sjúkraþjálfunar og/eða sjúkranudds hjá löggildum meðferðaraðila er 60% af reikning. 
Þrep 1 hámark 70.000 kr. á ári.
Þrep 2 hámark 40.000 kr. á ári.

Krabbameinsleit

Styrkur vegna krabbameinsleitar er 85% af reikning.
Þrep 1 hámark 11.000 kr. á ári.
Þrep 2 hámark 5.000 kr. á ári.

Líkamsrækt

Styrkur vegna líkamsræktar er 50% af reikning.
Þrep 1 hámark 32.000 kr. á ári.
Þrep 2 hámark 20.000 kr. á ári.

Sálfræðiþjónusta  

Styrkur vegna sálfræði og/eða geðlækninga er 50% af reikning.
Þrep 1 hámark 100.000 kr. á ári.
Þrep 2 hámark 40.000 kr. á ári.

Hnykk 

Styrkur vegna hnykks er 35% af reikning.
Þrep 1 hámark 26.000 kr. á ári. 
Þrep 2 hámark 10.000 kr. á ári.

Nudd

Styrkur vegna nudds er 35% af reikning.
Þrep 1 hámark 16.000 kr. á ári.
Þrep 2 hámark 5.000 kr. á ári.

Gleraugu

Styrkur vegna kaupa á sjóngleraugum eða á linsum er 35% af reikning á þriggja ára fresti.
Þrep 1 hámark 60.000 kr. 
Þrep 2 hámark 12.000 kr. 

Heyrnatæki

Styrkur vegna heyrnatækja er 35% af reikning á þriggja ára fresti.
Þrep 1 hámark 70.000 kr. á ári.
Þrep 2 hámark 12.000 kr á ári.

Glasa og tæknifrjóvgun

Styrkur vegna glasa og/eða tæknifrjóvgunar er 50% af reikning. 
Þrep 1 hámark 70.000 kr. á ári. 
Þrep 2 hámark 33.000 kr. á ári.

Laseraðgerð eða augasteinsskipti

Styrkur vegna laseraðgerðar eða augasteinsskipta er 35% af reikning á þriggja ára fresti.
Þrep 1 hámark 70.000 kr. á ári.
Þrep 2 hámark 33.000 kr. á ári.

Heilsustofnunin í Hveragerði

Styrkur vegna dvalar á Heilsustofnuninni í Hveragerði er veittur á þriggja ára fresti.

Þrep 1 100.000 kr.
Þrep 2 40.000 kr.

Annað gagnlegt

Dvöl í sjúkraíbúð fyrir félagsfólk sem greinist með krabbamein

Félagsmaður (maki eða börn hans upp að 18 ár aldri) sem greinist með krabbamein og þarf að sækja meðferð til Reykjavíkur getur dvalið í sjúkraíbúð félagsins í allt að tvær vikur sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um sjúkraíbúðina má nálgast hér. Til að bóka íbúðina þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins. 

Dánarbætur til greiðandi félagsmanna

Eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga eru 600.000 kr. m.v. 100% starfshlutfall. Rétthafi bóta er nánasti aðstandandi sjóðfélaga.

Ef hinn látni lætur eftir sig barn (kjör- eða fósturbarn) yngra en 18 ára greiðast vegna hvers barns 800.000 kr. m.v. 100% starfshlutfall, til þess sem sannarlega hefur barnið á sínu framfæri.

Fylla þarf út umsókn hér og senda inn.

Styrkir til lífeyrisþega

Lífeyrisþegar eiga rétt á styrkjum úr sjúkrasjóði í 7 ár eftir að greiðslur til félagsins hætta að berast. Lífeyrisþegar eiga rétt á styrkupphæð miðað við greiðslur síðustu 12 mánuði í starfi. 

Útfararstyrkur til lífeyrisþega er kr. 150.000 kr.-  Fylla þarf út umsókn hér og senda inn. Aðstandendur félagsmanns sem hættur er að greiða til félagsins vegna aldurs eiga rétt á útfararstyrk í 7 ár eftir að greiðslur hætta að berast.

Styrkir til örorkulífeyrisþega

Örorkulífeyrisþegar eiga rétt á styrkjum úr sjúkrasjóði í 2 ár eftir að greiðslur til félagsins hætta að berast. Örorkulífeyrisþegar eiga rétt á styrkupphæð miðað við greiðslur síðustu 12 mánuði í starfi. 

Útfararstyrkur til örorkulífeyrisþega er 150.000 kr. Fylla þarf út umsókn hér og senda inn. Aðstandendur félagsmanns sem hættur er að greiða til félagsins vegna örorku eiga rétt á útfararstyrk í 2 ár eftir að greiðslur hætta að berast.

Undanþágur

Stjórn sjóðsins hefur heimild til að veita styrk vegna andláts sjóðfélaga sem látið hefur af starfi meira en tveimur/ sjö árum fyrir andlát. (Að hámarki 150.000 kr. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum). Umsókn um slíkan styrk þarf að fylgja skattframtal vegna næstliðins árs.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 455-1050 eða í gegnum netfangið fvsa@fvsa.is