Styrkir

Grundvöllur styrkveitinga úr sjúkrasjóði FVSA

A. Til þess að geta sótt um styrk úr sjóðnum þarf félagsgjald að hafa borist a.m.k. í 6 mánuði.

B. Undanþága frá A lið.  Félagsmenn sem eru í fullu námi geta sótt um styrk,  þá þarf félagsgjald að hafa borist vegna þriggja mánaða af síðustu tólf mánuðum, þar af a.m.k. vegna eins mánaðar af síðustu sex mánuðum. Öll réttindi falla niður ef félagsgjöld hafa ekki borist vegna síðustu 6 mánaða.

Hámarks styrkur (100% styrkur) til félagsmanns er samtals kr 60.000 á ári ( 60% styrkur = 36.000 )

Hámarksstyrkur    60.000 36.000
                      Þrep 1 Þrep 2
  Sjúkraþjálfun  75% 50.000 30.000
  Krabbameinsl.  85% 10.000   3.000
  Líkamsrækt 50% 30.000 18.000
  Sálfræði 50% 35.000 15.000
  Sjúkranudd/hnykk 35% 25.000 10.000
  Nudd (dekur) 35% 15.000   5.000
  Gler*/linsur (á 3ja ára fresti) 35% 25.000 12.000
  Heyrnatæki (á 3ja ára fresti) 35% 25.000 10.000
  Glasa/tæknifrjóvg. 50% 55.000 33.000
  Lasik augnaðgerð (á 3ja ára fresti) 35% 55.000 33.000
  Útfararstyrkur til greiðandi félaga    400.000  
  Útfararstyrkur til lífeyrisþega**   150.000  
 

 

* Aðeins er greitt af gleraugnaglerinu ekki af umgjörðinni.

**Örorkulífeyrisþegar eiga rétt á dánarbótum í 2 ár eftir að greiðslur til félagsins hætta að berast.
    Ellilífeyrisþegar eiga rétt á dánarbótum í 7 ár eftir að greiðslur til félagsins hætta að berast.

Styrkir eru greiddir einu sinni í mánuði (fyrsta virka dag hvers mánaðar) 
Reikningar þurfa að berast í síðasta lagi 27. hvers mánaðar.

Ekki þarf að fylla út umsókn vegna styrkja fyrir utan dánarbætur og sjúkradagpeninga.

Fullan rétt til styrkja eiga þeir félagsmenn sem greitt hafa kr 34.150.- eða meira á síðustu 12 mánuðum, eiga rétt samkv þrepi 1.

Þeir sem greitt hafa frá kr 7.000.- til kr 34.149.- s.l 12 mánuði, eiga rétt samkv þrepi 2.

Örorkulífeyrisþegar eiga rétt á styrkjum úr sjúkrasjóði í 2 ár eftir að greiðslur til félagsins hætta að berast.

Ellilífeyrisþegar eiga rétt á styrkjum úr sjúkrasjóði í 7 ár eftir að greiðslur til félagsins hætta að berast.

Aðstandendur félagsmanns sem hættur er að greiða til félagsins vegna örorku eiga rétt á dánarbótum kr. 150.000 í 2 ár eftir að greiðslur hætta að berast. 

Aðstandendur félagsmanns sem hættur er að greiða til félagsins vegna aldurs eiga rétt á dánarbótum kr. 150.000 í 7 ár eftir að greiðslur hætta að berast.