Starfsmenntasjóður FVSA

Starfsmenntasjóður FVSA

Um Starfsmenntasjóð

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks er eign Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, VR og Samtaka atvinnulífsins. Markmið sjóðsins er að auka hæfni og menntun verslunar- og skrifstofufólks, ásamt því að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svari þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma.

Allir félagsmenn innan LÍV geta sótt um starfsmenntastyrk til sjóðsins. Fyrirtæki sem greitt hafa iðgjöld í sjóðinn geta sótt um styrk til sjóðsins.

Að sækja um:

Til að sækja um styrk úr Starfsmenntasjóð þarf félagsmaður að skrá sig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum og fylla út umsókn.

Sjá upplýsingar um innskráningu og útfyllingu umsókna hér.

 

Fylgigögn

  • Með umsókn um styrk skal fylgja greiddur löggildur reikningur í nafni félaga þar sem eftirfarandi atriði skulu tilgreind:

    • Námskeiðslýsing
    • Nafn og kennitala félaga
    • Nafn og kennitala fræðsluaðila
    • Dagsetning greiðslu og/eða staðfesting á greiðslu reiknings
    • Ekki er hægt að sækja um styrk ef útgáfudagur reiknings er eldri en 12 mánaða frá dagsetningu umsóknar (36 mánaða ef sótt er um uppsafnaðan styrk) eða gefinn út áður en umsækjandi verður félagi
    • Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings
    • Skila þarf upplýsingum á íslensku eða ensku með umsókn vegna reikninga sem gefnir eru út á öðrum tungumálum en íslensku eða ensku svo umsókn fái afgreiðslu í sjóðinn
    • Eingöngu er tekið við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi fræðsluaðila. Sjóðurinn tekur ekki gildar greiðslukvittanir fyrir námi/námskeiðum sem greidd eru með peningum.