Réttindaflutningur milli starfsmenntasjóða

SVS, SV, Starfsafl og Landsmennt fylgja samningi um flutning réttinda félagsmanna milli fræðslusjóðanna sem hefur verið endurskoðaður og gildir frá 1. desember 2017. Samningnum er ætlað að tryggja sanngjarnan flutning réttinda milli sjóða.

Félagsmaður sem skiptir um stéttarfélag gefst kostur á að sækja um flutning réttinda frá sínum gamla fræðslusjóði/starfsmenntasjóði til þess nýja.

Umsóknareyðublað

Yfirlit um greidd félagsgjöld eru send til hins nýja sjóðs/stéttarfélags sem reiknar réttindi félagsmannsins samkvæmt þeim reglum sem það félag vinnur eftir. Ef styrkir hafa verið nýttir frá fyrri sjóði á almannaksárinu dragast þeir frá rétti í þeim nýja. Hafi enginn styrkur verið greiddur sl. 36 mánuði í félagasögu viðkomandi þá á hann þess kost að sækja um uppsafnaðan styrk í sínum nýja sjóði.

Óska þarf eftir flutningi innan 12 mánaða eftir að greiðslur byrja að berast í nýtt félag.

Ekki er hægt að sækja um styrk hjá nýjum sjóði ef reikningur er eldri en 12 mánaða eða gefinn út áður en umsækjandi byrjar að greiða til félagsins.

Starfsmenntasjóðirnir hvetja félagsmenn sína til að fylgjast vel með réttindum sínum og óska eftir flutningi þegar þeir skipta um stéttarfélag á almenna vinnumarkaðnum.