Ráðningarviðtal

 

Markmiðið með ráðningarviðtalinu er að stjórnendur fái upplýsingar um hvort menntun þín, hæfni, þekking og reynsla komi heim og saman við þarfir fyrirtækisins. 

Mikilvægt er fyrir þann sem er í ráðningarviðtali að hafa nokkur atriði í huga:

 • Koma vel fyrir og bjóða af sér góðan þokka.

 • Mæta stundvíslega í viðtalið, vera snyrtilegur til fara og kurteis.

 • Sýna starfinu og fyrirtækinu áhuga.

 • Ekki láta launamálin vera aðalatriðið í fyrsta viðtali.

 • Ekki tala illa um fyrrverandi vinnuveitanda og vinnufélaga.

 • Vera reiðubúinn að svara spurningum um styrkleika og veikleika í starfi.

 • Kynna sér ítarlega fyrirtækið, vörur/þjónustu, viðskiptavini stjórnendur o.þ.h.

 • Nota internetið og könnun VR um fyrirtæki ársins.

 • Spyrja réttra spurninga.

Sá sem tekur ákvörðun um ráðningu í starfið vill fyrst og fremst fá svör við nokkrum grundvallarspurningum: 

 • Af hverju sýnir þú þessu starfi og þessu fyrirtæki áhuga?

 • Hvað getur þú gert fyrir okkur ef þú verður ráðin(n)?

 • Er auðvelt að vinna með þér? 

 • Hvað aðgreinir þig frá hinum sem sóttu um starfið? 

 • Ert þú tilbúin/n til að leggja eitthvað aukalega á þig fyrir fyrirtækið? 

 • Ef við viljum ráða þig, hvað kemur það til með að kosta okkur og erum við reiðubúin að mæta þeim kostnaði?  

Að sama skapi þarft þú að geta svarað nokkrum spurningum um starfið sem þú ert að sækjast eftir:

 • Hvað felst í þessu starfi?

 • Falla hæfileikar mínir að starfinu?

 • Er þetta þannig vinnustaður og starfsmenn sem mig langar til þess að vinna með?

 • Ef mér líkar vel við fyrirtækið, hvernig get ég sannfært stjórnendur um að þeir ættu að ráða mig?

 • Get ég sannfært þá um að ráða mig upp á þá laun sem ég geri kröfu um?

Upplýsingar á þessari síðu koma frá VR.