Leiga orlofshúsa

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir sumarleigu 2020. 

Umsóknarfrestur um orlofshús, útilegukort og viku að eigin vali fyrir sumarleigu 2020 er til 25. mars 2020.

Sumarleiga orlofshúsa er frá 3. júní til 21. ágúst 2020. Umsækjendur fá svar með tölvupósti um úthlutunina um mánaðamót mars/apríl og þeir sem fá úthlutað þurfa að greiða í síðasta lagi 6. apríl 2020.

Opnað verður fyrir lausar orlofsvikur sumar 2020 og vetrarleigu 2020 til maíloka 2021 á félagavef 8. apríl kl. 12:00.

Sækja um á félagavefnum 

Eftirtalin tímabil verða vikuleigur í íbúðunum í Mánatúni veturinn 2020 - 2021:

  • Páskar 2020: 8. apríl - 14. apríl (6 dagar)

  • Jól 2020: 23. desember - 30. desember 

  • Áramót 2020: 30. desember - 6. janúar

  • Páskar 2021: 31. mars - 7. apríl

ATH. Ekki verður hægt að vera með skiptidaga á rauðum dögum og eru þeir dagar lokaðir á félagavefnum, hafa verður samband við skrifstofu ef bóka á í kringum þá daga. Dagar sem teljast undir rauða daga eru 23. apríl 2020, Sumardagurinn fyrsti, 1. maí 2020 (leiga frá 30. apríl - 3. maí), 21. maí 2020 Uppstigningardagur, 

Rétt er að minna á að 20 ára aldurstakmark er á leigu íbúðanna, miðað er við afmælisdaginn.