Leiga orlofshúsa

Búið er að opna fyrir umsóknir í sumarleigu 2022. Umsóknarfrestur um orlofshús og viku að eigin vali fyrir sumarleigu 2022 er til 24. mars. Sótt er um á félagavefnum.

Sumarleiga orlofshúsa er frá 1. júní til 19. ágúst 2022 en umsækjendur fá svar með tölvupósti um úthlutunina um mánaðamót mars/apríl. Þeir sem fá úthlutað þurfa að greiða í síðasta lagi 11. apríl 2022.

Ekki verður hægt að fá Útilegukortinu úthlutað en það verður til sölu á skrifstofu félagsins á kostnaðarverði.

Opnað verður fyrir lausar orlofsvikur sumarið 2022 og vetrarleigu 2022 til maí loka 2023 á félagavef þann 13. apríl kl. 12:00.

Vakin er athygli á því að helgarleiga í Skógarseli er nú frá fimmtudegi til sunnudags.

Eftirtalið tímabil verður vikuleiga í íbúðunum í Mánatúni veturinn 2022:

  • Páskar 2022: 13. - 20. apríl 

ATH. Ekki verður hægt að vera með skiptidaga á rauðum dögum og eru þeir dagar lokaðir á félagavefnum, hafa verður samband við skrifstofu ef bóka á í kringum þá daga. 

Rétt er að minna á að 20 ára aldurstakmark er á leigu íbúðanna, miðað er við afmælisdaginn.