Eftirfarandi ákvæði eiga almennt við um vinnu barna og unglinga:
Unglingar á aldrinum 15-17 ára mega vinna flest störf nema þau sema teljast hættuleg eða líkamlega mjög erfið. Þeir mega ekki vinna með hættuleg efni eða vélar.
Börn á aldrinum 13-14 ára mega vinna létt og hættulaus störf eins og t.d þjónustustörf.
Börn yngri en 13 ára mega ekki vinna langan tíma á hverjum degi og þá aðeins við mjög létt störf eins og t.d. við menningu, listir og íþróttaviðburði.
Næturvinna barna og unglinga er bönnuð.
Samkvæmt lögum eiga börn og unglingar (fram til 18 ára aldurs) að fá tvo frídaga í viku.
Vinna barna og unglinga skal fara fram undir eftirliti einstaklings sem er orðinn 18 ára.
Vinnutími unglinga 15-18 ára
Vinnutími má vera 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku á þeim tíma þegar skóli er ekki.
Á skóladegi mega 15 ára unglingar vinna 2 klst. á dag eða 12 klst. á viku að hámarki.
Unglingar mega aldrei vinna frá kl. 24:00-04:00.
Hvíldartími unglinga er 12-14 klst. á sólarhring, (14 klst. fyrir 13-14 ára og fyrir 15 ára börn í skyldunámi en 12 klst. fyrir unglinga 15-17 ára).