Félagið

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni var stofnað 2.nóvember 1930. Í desember 1930 voru skráðir félagar 26, en í dag eru fullgildir félagar um 2400.

Tilgangur félagsins er að vinna að bættum kjörum og hagsmunum félagsmanna sinna.

Félagssvæði FVSA nær yfir Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu vestan Vaðlaheiðar.

Fyrsti formaður FVSA var Halldór Aspar og fram til ársins 1954 var þriggja manna stjórn. Fyrsta konan Ragnheiður Jónsdóttir settist í stjórn árið 1936 í stöðu ritara.

Árið 1937 varð Kristbjörg Dúadóttir formaður félagsins og gegndi því um tveggja ára skeið.

Landssamband íslenskra verslunarmanna var stofnað 1957. Hefur það haft á hendi forustu í samninga- og hagsmunamálum aðildarfélaganna.

Sjúkrasjóður FVSA. var stofnaður með lögum frá 1. maí 1979. Síðan hefur sjóðurinn jafnt og þétt aukið tryggingavernd félagsmanna sinna og byggt á grundvelli þeirrar reynslu sem fengist hefur. Greiðslur úr sjóðnum hafa verið frá 1980.
Árið 1971 kaupir félagið húsnæði að Brekkugötu 4 ásamt fleiri stéttarfélögum.

Árið 1974 var ráðin til starfa Ása Helgadóttir og var hún eini starfsmaðurinn til margra ára, eða allt til 1983 að Jóna Steinbergsdóttir kemur til starfa. Umsvifin jukust jafnt og þétt og árið 1984 er ráðinn þriðji starfsmaðurinn Erla Halls.

Að vori 1985 er svo húseignin að Brekkugötu seld og flutt í nýtt húsnæði í Skipagötu 14, Alþýðuhúsið.

Á skrifstofu félagsins Skipagötu 14 eru nú fimm starfsmenn í fullu starfi. Á Siglufirði er félagið aðili að rekstri skrifstofu stéttarfélaganna að Eyrargötu 24b.

Fyrsta orlofshús félagsins á Illugastöðum var tekið í notkun 19.maí 1973 og hlaut nafnið Yrpa. Annað orlofshúsið byggði félagið að Illugastöðum og var það tilbúið vorið 1977 og hlaut nafnið Gerpla. Bæði þessi hús hafa nú verið seld og önnur ný risin á sama grunni.

Nú á félagið þrjú orlofshús á Illugastöðum, no. 2, 12, og 19, glæsilegt frístundahús í Vaglaskógi og sjö íbúðir í Reykjavík, sex til almennra nota og eina sem er hugsuð fyrir þá félagsmenn sem þurfa að leita til Reykjavíkur vegna veikinda.

Eftirtaldir hafa gegnt embætti formanns frá stofnun félagsins:

Halldór G. Aspar 1930 -1932
Stefán Ágúst Kristjánsson 1933 - 1935
Agnar Magnússon 1936
Kristbjörg Dúadóttir 1937 - 1938
Arngrímur Bjarnason 1939
Ásgrímur Stefánsson 1940 - 1945
Heiðrekur Guðmundsson 1946
Halldór Helgason 1947
Kjartan Haraldsson 1948 - 1952
Magnús Björnsson 1953 - 1954
Jón Samúelsson 1955 - 1956
Óli D. Friðbjörnsson 1957 - 1959
Kristófer Vilhjálmsson 1960 - 1963
Bragi Jóhannsson 1964 - 1966
Hafliði Guðmundsson 1967 - 1971
Ellert Guðjónsson 1972 - 1975
Kolbeinn Helgason 1976 - 1977
Hafliði Guðmundsson 1978 - 1979
Kolbeinn Sigurbjörnsson 1979 - 1981
Jóna Steinbergsdóttir 1981 - 1998
Guðmundur Björnsson 1998 - 2002
Páll H. Jónsson 2002 - 2005
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir 2005 - 2015
Eiður Stefánsson 2015 -