90 ára afmælissýning FVSA

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) fagnar 90 ára afmæli sínu í ár en félagið var stofnað 2. nóvember 1930. Af því tilefni var opnuð sögusýning á Glerártorgi í dag, föstudaginn 30. október 2020.

Sýningin var opin í þrjár vikur, þar var varpað upp svipmyndum úr sögu félagsins í máli og myndum. Að auki voru ýmsir munir frá Iðnaðarsafninu til sýnis sem lýsa tíðaranda og þeim breytingum sem hafa orðið í starfsumhverfi félagsmanna síðastliðin 90 ár.

Sýningin var hönnuð hjá Blek hönnunarstofu á Akureyri.

Smella á myndirnar til að fá þær stærri.