Yfirlit - launabreytingar

 

Yfirlit yfir launahækkanir skv. kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins (SA) frá árinu 2000.

1. janúar 2022

Taxtar hækka um 25 þús. kr. á mánuði en almenn hækkun er 17.250 kr. frá og með 1. janúar.

1. janúar 2021

Taxtar hækka um 24 þús. kr. en almenn hækkun er 15.750 kr. frá og með 1. janúar.

1. apríl 2020

Taxtar hækka um 24 þús. kr. en almenn hækkun er 18 þús. kr. frá og með 1. apríl.

1. apríl 2019

Öll laun hækka um 17 þús. kr. á mánuði frá og með 1. apríl.

Launahækkun 1. maí 2018

Þann 1. maí 2018 hækka laun og launatengdir liðir um 3,0%. 
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru kr. 300.000 á mánuði frá 1. maí 2018.

LÍV/FVSA og SA
 • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2018 um 3%                        
 • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 171,15 klst. á mánuði (39,5 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera 300.000 kr. frá 1. maí 2018.
 • Orlofsuppbót 2018 er 48.000 kr. greiðist, þann 1. júní 2018, miðað við fullt starf.
 • Desemberuppbót 2018 er 89.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.
LÍV/FVSA og FA
 • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2018 um 3% 
 • Orlofsuppbót 2018 er 48.000 kr. greiðist, þann 1. júní 2018, miðað við fullt starf.
 • Desemberuppbót 2018 er 89.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.

Launahækkun 2017 

Samkvæmt kjarasamningum LÍV/FVSA hækka laun og kauptaxtar um 4,5% frá og með 1. maí 2017. 
 
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru kr. 280.000 á mánuði frá 1. maí 2017.
 
LÍV/FVSA og SA
 • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2017 um 4,5%
 • Lágmarkstaxtar hækka allir um 4,5% en byrjunarlaun hækka til viðbótar um kr. 1.700 á mánuði.                         Sjá lágmarkstaxta LÍV/FVSA og SA hér. 
 • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 171,15 klst. á mánuði (39,5 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera 280.000 kr. frá 1. maí 2017.
 • Orlofsuppbót 2017 er 46.500 kr. greiðist, þann 1. júní 2017, miðað við fullt starf.
 • Desemberuppbót 2017 er 86.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.
 • Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar úr 8,5% í 10% þann 1. júlí 2017.
LÍV/FVSA og FA
 • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2017 um 4,5%
 • Lágmarkstaxtar hækka allir um 4,5%. Sjá lágmarkstaxta VR, LÍV/FVSA og FA hér.
 • Orlofsuppbót 2017 er 46.500 kr. greiðist, þann 1. júní 2017, miðað við fullt starf.
 • Desemberuppbót 2017 er 86.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.
 • Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar úr 8,5% í 10% þann 1. júlí 2017.

1. janúar 2016

Almenn launahækkun 6,2%, að lágmarki kr. 15.000 á mánaðarlaun fyrir dagvinnu, þ.m.t. hækkun annarra kjaratengdra liða en desember og orlofsuppbót.

1. maí 2015

Lágmarkslaunataxtar samkv. kjarasamningi hækkuðu um kr. 25.000.
Byrjunarlaun skv. öllum launatöxtum FVSA hækkuðu að auki um kr. 3.400

1. janúar 2014

Almenn launahækkun 2,8%, að lágmarki kr. 8.000 á mánuði, gildir um janúarlaun.  Sérstök hækkun launataxta undir kr. 230 þúsund á mánuði kr. 1.750 og hækka þeir launataxtar því um kr. 9.750 á mánuði.

1. febrúar 2013

Almenn launahækkun 3,25%, gildir um febrúarlaun.  Krónutöluhækkun á taxta kr. 11.000.  ATH: Þeir sem fá greitt skv. taxta: lágmarkstaxtar hækka um kr. 11.000. Þeir sem fá greitt yfir taxta: mánaðarlaun hækka um 3,25%.
 

1. febrúar 2012 

Almenn launahækkun 3,5%, gildir um febrúarlaun. Krónutöluhækkun á taxta kr. 11.000. ATH: Þeir sem fá greitt skv. taxta: lágmarkstaxtar hækka um kr. 11.000. Þeir sem fá greitt yfir taxta: mánaðarlaun hækka um 3,5%.

1. júní 2011 

Í kjarasamningum 2011 var samið um 4,25% almenna launahækkun þann 1. júní og hækkun lágmarkstaxta, kr. 12.000. Þá var samið um kr. 50.000 eingreiðslu auk orlofs.

1. júní 2010

Í kjarasamningum 2008 var samið um að þann 1. janúar 2010 yrði almenn 2,5% launahækkun. Athugið að samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá því í júní 2009 frestaðist þessi hækkun til 1. júní 2010.

1. nóvember 2009

Í kjarasamningum 2008 var samið um að þann 1. mars 2009 yrði launaþróunartryggingin 3,5%. Athugið að samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá því í júní 2009 frestaðist þessi launaþróunartrygging til 1. nóvember 2009 og var viðmiðunartímabil hennar frá 1. janúar til 1. nóvember.

1. feb. 2008

Grunnhækkun launa er 5,5% fyrir starfsmenn sem voru í starfi hjá sama launagreiðanda 1. janúar 2007. Frá grunnhækkun dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið frá 2. janúar 2007 til og með gildistöku samnings VR og SA 2008, þ.m.t. vegna hækkunar kauptaxta. Ef starfsmaður hefur hafið störf á tímabilinu frá 2. janúar 2007 til loka september 2007 er grunnhækkun launa hans þá 4,5% en frá henni dregst önnur sú launahækkun sem hann hefur fengið frá þeim tíma er hann var ráðinn til og með gildistöku samnings VR og SA 2008, þ.m.t. vegna hækkunar kauptaxta.

1. janúar 2007

2,9% launahækkun

1. júlí 2006

5,5% launaþróunartrygging. Í samkomulagi um endurskoðun kjarasamnings segir: "Starfsmaður sem er í starfi í byrjun júlí 2006 og starfað hefur samfellt hjá sama vinnuveitanda frá júní 2005 skal tryggð að lágmarki 5,5% launahækkun á þeim tíma. Hafi launahækkun starfsmanns verið minni á framangreindu tímabili, skulu laun hans hækka frá 1. júlí 2006 að lágmarki um þann mismun sem upp á vantar."  

Athugið, þeir sem fengu 2,5% launahækkun 1. janúar 2006 eiga þá að fá 3% þann 1. júlí 2006.

Einnig var samið um kr. 15.000 hækkun taxta frá 1. júlí 2006

1. janúar 2006

2,5% launahækkun

1. janúar 2005

3% launahækkun

16. apríl 2004

3,25% launahækkun

1. janúar 2003

3,4% launahækkun

1. janúar 2002

3% launahækkun

1. janúar 2001

3% launahækkun

1. júní 2000

kr. 10.000 eingreiðsla til starfsmanna sem hafa verið í starfi frá 1.5.2000

1. maí 2000

3,9% launahækkun