Veikindaréttur

Ef starfsmaður veikist og getur ekki sótt vinnu skal hann tilkynna það yfirboðara sínum. Vinnuveitandi ákveður hvort læknisvottorðs skal krafist og greiðir hann þá fyrir það.

Félagsmenn FVSA ávinna sér veikindarétt sem hér segir:  

  • Á fyrsta ári, tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð.  

  • Eftir 1 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda, tveir mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili.  

  • Eftir 5 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda, fjórir mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili.

  • Eftir 10 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda, sex mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili.

Þó skal starfsmaður sem áunnið hefur sér réttindi til 4 eða 6 mánaða launagreiðslna í veikindaforföllum hjá síðasta vinnuveitanda og skiptir um vinnustað eiga rétt til launagreiðslna um eigi skemmri tíma en í 2 mánuði á hverjum 12 mánuðum.