Sjúkradagpeningar

Sjúkradagpeningar eru greiddir samkvæmt eftirfarandi reglum: 

Sjóðsfélagar fá greidda dagpeninga í veikinda- og slysaforföllum í 120 daga (4 mánuði) að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga.

Dagpeningar nema 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.  Hámark dagpeninga er 800.000 kr. miðað við 100% óvinnufærni.

Sjóðsfélagar fá greidda dagpeninga í 90 daga (3 mánuði) að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna.

Sjóðsfélagar fá greidda dagpeninga í 90 daga (3 mánuði)  vegna mjög alvarlegra veikinda maka.

Dagpeninga skv. 12.1, 12.2 og 12.3 er heimilt að miða við meðaltal heildarlauna á síðustu 12 mánuðum í stað síðustu 6 mánaða, hafi tekjur sjóðfélaga breyst verulega til hækkunar eða lækkunar á viðmiðunartímabilinu. Jafnframt er heimilt að ákveða hámark dagpeninga skv. 12.1, 12.2 og 12.3 

Dagpeningar vegna meðferðar á endurhæfingarstöðvum S.Á.Á. eða sambærilegum stofnunum, eru greiddir samkvæmt tilheyrandi vottorðum einu sinni í allt að 42 daga á hverjum þremur árum m.v. almanaksárið og greiðast að lokinni fullri meðferð.

 Nánasti aðstandandi sjóðfélaga fær fær eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga kr. 400.000 og kr. 150.000 vegna lífeyrisþega.

Sækja um sjúkradagpeninga