Sjúkradagpeningar

Sjúkradagpeningar eru greiddir samkvæmt eftirfarandi reglum: 

Sjóðsfélagar fá greidda dagpeninga í veikinda- og slysaforföllum í 120 daga (4 mánuði) að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga.

Dagpeningar nema 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.  Hámark dagpeninga er 800.000 kr. miðað við 100% óvinnufærni.

Sjóðsfélagar fá greidda dagpeninga í 120 daga (4 mánuði) að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna.

Sjóðsfélagar fá greidda dagpeninga í 120 daga (4 mánuði)  vegna mjög alvarlegra veikinda maka.

Dagpeninga skv. 12.1, 12.2 og 12.3 er heimilt að miða við meðaltal heildarlauna á síðustu 12 mánuðum í stað síðustu 6 mánaða, hafi tekjur sjóðfélaga breyst verulega til hækkunar eða lækkunar á viðmiðunartímabilinu. Jafnframt er heimilt að ákveða hámark dagpeninga skv. 12.1, 12.2 og 12.3 

Dagpeningar vegna meðferðar á endurhæfingarstöðvum S.Á.Á. eða sambærilegum stofnunum, eru greiddir samkvæmt tilheyrandi vottorðum einu sinni í allt að 42 daga á hverjum þremur árum m.v. almanaksárið og greiðast að lokinni fullri meðferð.

Sækja um sjúkradagpeninga