FVSA er með til sölu á skrifstofu félagsins niðurgreidd inneignarbréf á öll Íslandshótel landsins fyrir félagsfólk.
Verð á hverju inneignarbréfi er kr. 18.250.-
Inneignarbréfið gildir sem 25.000 kr. inneign í gistingu og/eða veitinga á öllum hótelum og veitingastöðum Íslandshótela um land allt, gildir í fjögur ár frá útgáfu gjafabréfs til félagsins.
Bókanir á gistingu fara aðeins fram í gegnum www.islandshotel.is. Athugið að í greiðsluferli þarf að merkja við greitt er við komu og framvísa inneignarkóða þegar greitt er við brottför.
Bókanir á veitingastaði Íslandshótela fara fram á www.noona.is eða í gegnum netfang veitingastaðarins.
Hægt er að láta vita af nýtingu inneignarbréfsins í athugasemdar glugga við bókun en það er ekki nauðsynlegt.
Nóg er að sýna rafræna útgáfu í Wallet eða gefa upp númer inneignarbréfsins þegar greitt er.
2 orlofspunktar dragast af félagsmanni við kaup á hverju inneignarbréfi hjá Íslandshótelum
ATH. Ekki er hægt að skila bréfum og fá endurgreitt.
Hver félagsmaður getur að hámarki keypt eftirfarandi á hverju almanaksári:
Nánari upplýsingar má finna á www.islandshotel.is