Umsókn um fræðslustyrk

Allar umsóknir um styrki úr Starfsmenntasjóð fara nú í gegnum félagavef FVSA. Félagsmaður skráir sig inn á www.mitt.fvsa.is með rafrænum skilríkjum. 

  • Þegar félagsmaður hefur skráð sig inn birtist svokallað persónublað. Undir Menntasjóð (6) er blár hnappur (Sækja um) sem vísar inn á umsóknarform

  • Í fyrsta dálki er styrktegund valin úr fellilista, t.d. Framhaldsskóli eða Háskólanám.
  • Í næsta dálki eru nauðsynleg fylgiskjöl hengd við umsóknina; reikningur fyrir náminu ásamt greiðslukvittun (bankakvittun) og/eða staðfesting á skólavist.
  • Í þriðja dálki þarf að fara yfir persónuupplýsingar, t.d. hvort að símanúmer, netfang og bankareikningur séu rétt skráð.
  • Að lokum er skrunað neðst niður á síðuna þar sem er grænn hnappur Senda umsókn.