Aðalfundur FVSA 2022

Aðalfundur Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni var haldinn mánudaginn 28. febrúar.

Fundurinn vel sóttur
Alls mættu 36 félagsmann á aðalfund FVSA í sal Múlabergs á Hótel Kea. Formaður félagsins, Eiður Stefánsson, setti fundinn og um fundarstjórn sá Stefanía Árdís Árnadóttir.

Kynning á ársskýrslu 2021 var í höndum formanns, þar stóð upp úr kynning á nýjum orlofseignum félagsins, góður árangur á samfélagsmiðlum og vísbendingar um að heilsufar félagsmanna sé betra milli ára, en greiðslur sjúkradagpeninga voru 31,5% lægri en árið áður. Hermann Brynjarsson, frá Enor, fór yfir reikninga félagsins fyrir árið 2021. Í máli hans kom fram að félagið standi virkilega vel og líklegt að liðið ár hafi verið það besta í sögunni hvað varðar afkomu.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, formaður uppstillingarnefndar, lýsti stjórnarkjöri og í framhaldi kusu félagsmenn kjörstjórn, löggildan endurskoðanda og félagslega skoðunarmenn. Því næst kynnti fundarstjóri framlag í vinnudeilusjóð.

Lagabreytingar samþykktar
Kynning á lagabreytingum var í höndum Jóns Grétars Rögnvaldssonar, meðstjórnanda í stjórn félagsins. Með breytingunum öðlast félagsmenn aukin réttindi innan sjúkrasjóðs, þannig hækka dánarbætur til greiðandi félaga í 600.000 kr., sjúkradagpeningar verða greiddir í allt að 4 mánuði, auk þess sem stjórn sjúkrasjóðs er nú heimilt að lengja bótatímabilið í 6 mánuði. Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér breytingarnar inni á vef félagsins.

Fundarlok
Í fundarlok kallaði formaður upp þær Önnu Kristínu Árnadóttur, Kristínu B. Hjaltalín og Kristínu Þorgilsdóttur og þakkaði þeim fyrir vel unnin störf, en þær láta nú af störfum fyrir félagið. Sömuleiðis þakkaði hann starfsfólki og fólki í trúnaðarstörfum hjá félaginu fyrir vel unnin störf á árinu.

Hægt er að nálgast ársskýrslu og -reikninga félagsins á hér