Afmælissýning á Glerártorgi

90 ára afmælissýning Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni var opnuð með formleg…
90 ára afmælissýning Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni var opnuð með formlegum hætti fyrr í dag. Tveir öflugir félagsmenn FVSA klipptu þá borða á sýningarsvæðinu; þær Karen Hrönn Eyvindsdóttir, starfsmaður Nettó og Hulda Björnsdóttir, starfsmaður Tölvulistans, Kúnígúnd og Heimilistækja. Þess má geta að Hulda er varamaður í stjórn FVSA, varamaður í miðstjórn ASÍ og stjórnarmaður í ASÍ-Ung.
Mynd: Daníel Starrason.

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) fagnar 90 ára afmæli sínu í ár en félagið var stofnað 2. nóvember 1930. Af því tilefni var opnuð sögusýning á Glerártorgi í dag, föstudaginn 30. október 2020.

Sýningin verður opin næstu fjórar vikurnar. Þar er varpað upp svipmyndum úr sögu félagsins í máli og myndum. Að auki eru ýmsir munir frá Iðnaðarsafninu til sýnis sem lýsa tíðaranda og þeim breytingum sem hafa orðið í starfsumhverfi félagsmanna síðastliðin 90 ár.

Sýningin er hönnuð hjá Blek hönnunarstofu á Akureyri.

Þú ert hjartanlega velkomin(n) á sýninguna hvenær sem er á opnunartíma Glerártorgs. Félagið hvetur fólk til að fara varlega, á sýningunni er nóg pláss til að skoða og vinsamlega virða 2 metra regluna og grímuskylduna á Glerártorgi. 

Við bendum á að í tengslum við sýninguna sé leikur í gangi sem hægt er að taka þátt í. Tveir vinningshafa verða dregnir út og vinningar eru helgarleiga veturinn 2020-2021 á Illugastöðum eða í íbúð í Reykjavík og 10.000.- kr inneign hjá Air Iceland Connect. Dregið verður 1. desember. Hægt er að taka þátt í spurningaleiknum hér.

Þeir sem ekki sjá sér fært að fara og sjá sýninguna í Glerártorgi geta skoða myndir hér:
 90 ára afmælissýning FVSA

 

Mynd: Daníel Starrason