Ályktanir um kjaramál frá þingi LÍV

Samstaða var á þingi verslunarmanna

Á 32. þingi Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) kom fram að meginviðfangsefni komandi kjarasamninga verði að viðhalda þeim kaupmætti sem náðist í Lífskjarasamningnum. Í ályktun um kjaramál sem samþykkt var á þinginu kemur meðal annars fram: 

 “Blikur eru á lofti vegna stríðsátaka í Evrópu og eftirkasta Covid faraldursins sem munu hafa áhrif á efnahag landsins og vinnumarkað í náinni framtíð. Við munum leggja fram sanngjarnar kröfur fyrir hönd okkar félagsfólks þannig að það fái eðlilegan og réttlátan skerf af kökunni. Stjórnvöld og fyrirtækin verða á móti að leggja sitt af mörkum við að vinda ofan af þeirri óheillaþróun að verðbólga éti upp áunninn kaupmátt."

Hægt er að lesa ályktanir þingsins í heild með því að klikka á meðfylgjandi hlekki: