Árlegu þingi ASÍ-UNG lokið

Stefanía Árdís var fulltrúi félagsins
Stefanía Árdís var fulltrúi félagsins

Níunda þing ASÍ-UNG var haldið 22. september síðastliðinn í húsi fagfélagana. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni átti einn fulltrúa á þinginu; Stefaníu Árdísi Árnadóttur. 

Á vef ASÍ kemur fram að yfirskrift þingsins var „Stefna ASÍ-UNG“ en í aðdraganda þess hafði stjórn lagt til stefnuskjal. Stefnuskjalið var unnið upp úr fjölmörgum tillögum og líflegum umræðum sem mynduðust á vel heppnuðum fræðslu- og tengsladögum í mars þessa árs. Stefnuskjal stjórnar var lagt til umræðu á þinginu og síðar til afgreiðslu. Þá var einnig kosið í stjórn, en fimm sæti stjórnar voru til kosningar, ásamt sætum þriggja varamanna.

Lesa má nánar um þingið inni á vef ASÍ.