ATH! Vegna sumarúthlutunar

Kæru félagsmenn, 

Borið hefur á að félagsfólk sem sótti um sumarúthlutun orlofshúss finni ekki svarbréf í pósthólfum sínum. Því hvetjum við öll sem sóttu um að skrá sig inn á félagavefinn til þess að skoða hvort viðkomandi hafi fengið úthlutun.

Frestur til að greiða úthlutað orlofshús er út miðvikudaginn 10. apríl. Eftir þann dag fellur bókunin niður ef hún er ógreidd.

Ferlið:

  • Þú skráir þig inn á félagavefinn með rafrænum skilríkjum hér
  • Þegar þú ert kominn inn á þitt svæði velur þú Orlofshús og svo Bókunarsaga
  • Þá birtist eftirfarandi valmynd:
  • Þau sem hafa fengið úthlutað, annaðhvort sumarhúsi eða orlofsstyrk, sjá þar ógreidda bókun
  • Til að staðfesta að þú ætlir að nýta úthlutunina þarf að greiða fyrir hana í síðasta lagi 10. apríl
  • Athugið að þau sem fengu úthlutað orlofsstyrk staðfesta notkun hans með því að skila inn ferðagögnum og greiðslukvittunum fyrir 27. desember 2024
  • Hægt er að greiða fyrir úthlutun með eftirfarandi hætti: 
    • Borga með korti í gegnum félagavefinn með því að ýta á Greiða við úthlutunina 
    • Koma á skrifstofu félagsins á opnunartíma og greiða
    • Millifæra inn á reikning félagsins kt. 540169-1609, Rkn. 565-26-4051 
  • Ef þú ætlar ekki að nýta úthlutunina þá gerir þú ekki neitt, úthlutun fellur sjálfkrafa út ef leiga er ekki greidd á tilsettum tíma

Við hvetjum félagsfólk til að hafa samband ef það hefur einhverjar spurningar með því að senda tölvupóst á fvsa@fvsa.is eða hringja í síma 455-1050.