Atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga LÍV/FVSA við SA og FA

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga LÍV/FVSA við SA og FA

Kjörstjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) auglýsir hér með leynilega, rafræna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda sem undirritaðir voru þann 13. og 14. mars 2024.

Atkvæðagreiðslan hefst kl. 10:00 mánudaginn 18. mars 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars 2024.

Kosningarétt hefur allt félagsfólk FVSA sem starfar samkvæmt þessum samningum.

Kosning fer fram rafrænt í gegnum hlekk á vef félagsins www.fvsa.is. Innskráning á kjörseðil er með rafrænum skilríkjum.

Félagsfólk sem ekki getur kosið en telur sig eiga rétt á að taka þátt, vinsamlega sendið erindi til Kjörstjórnar FVSA, fvsa@fvsa.is eða í síma 455 1050.

Félagsfólk sem ekki getur kosið rafrænt getur kosið á skrifstofu félagsins á opnunartíma.

14. mars 2024
Kjörstjórn Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni.