Blað félagsins kemur út í dag

Félagsblað FVSA kemur út í dag og verður því dreift með Dagskránni í Eyjafirði auk þess sem það mun liggja frammi í verslunum þar sem ekki er dreifing. 

Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um breytingar á bústöðum félagsins á Illugastöðum, viðtal við trúnaðarmanninn Gunnar Hafstein sem nýlega lauk þátttöku í Nordenskolan, krossgátan er á sínum stað og yfirlit yfir þau orlofshús sem félagsfólk getur sótt um fyrir sumarið. 

Skarðsdalsskógur, sem er í umsjá Skógræktar Siglufjarðar, prýðir forsíðuna að þessu sinni. Myndina fangaði Linda Ólafsdóttir.

Vefútgáfu af blaðinu má nálgast hér.