Blað FVSA kemur út í dag

Blað FVSA kemur út í dag, en þetta er í átjánda sinn sem blaðinu er dreift á þjónustusvæði félagsins. 

Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Halldór Óla Kjartansson, verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Norðurlands, ávarp frá formanni félagsins, rætt er við trúnaðarmenn um reynsluna af styttingu vinnuvikunnar og að venju könnuðum við þekkingu félagsmanna á hlutverki félagsins og starfi trúnaðarmanna. 

Í blaðinu má einnig finna verðlaunakrossgátu, gagnlegar ábendingar til félagsmanna varðandi réttindi á vinnumarkaði og umfjöllun um mikilvægi starfsmannaviðtala. 

Blaðið má nálgast rafrænt inn af vef félagsins hér