Breytingar á styrkjum úr sjúkrasjóð

Við vekjum athygli félagsfólks á eftirfarandi breytingum á styrkjum úr sjúkrasjóð sem tóku gildi núna um áramótin: 

  • Styrkur fyrir sálfræðiþjónustu hækkar úr 37.000 kr. í 100.000 kr. á þrepi eitt og úr 15.000 kr. í 40.000 kr. á þrepi tvö á hverju almanaksári. Styrkt er um 50% af reikningi.
  • Sjúkraþjálfun og sjúkranudd mun nú falla undir sama flokk. Styrkt er um 60% af reikningi, hámark 70.000 kr, á þrepi eitt og 40.000 kr. á þrepi tvö á hverju almanaksári. 
  • Nýtt: Styrkur fyrir dvöl á Heilsustofnuninni í Hveragerði. Styrkt er um 100.000 kr. á þrepi eitt og 40.000 kr. á þrepi tvö á þriggja ára fresti. 

Aðrir styrkir og upphæðir þrepa haldast óbreytt: 

Hámarks styrkur til félagsmanna er samtals 120.000 kr. samkvæmt þrepi eitt og 40.000 kr. samkvæmt þrepi tvö á hverju almanaksári.

  • Á þrepi eitt eru þeir félagsmenn sem hafa meðallaun sem eru jafnhá eða hærri en byrjunarlaun afgreiðslufólks í 100% starfi yfir 12 mánaða tímabil.

  • Á þrepi tvö eru þeir félagsmenn sem greitt hafa að lágmarki 8.400,- kr. upp að lágmarki réttinda á þrepi 1 á síðastliðnum 12 mánuðum.

Styrkir eru greiddir einu sinni í mánuði (fyrsta virka dag hvers mánaðar)

Sjá yfirlit yfir styrki úr sjúkrasjóð hér.